Það gæti óvæntur maður verið á leið á Old Trafford í sumar en það er Team Talk sem greinir frá.
Framtíð Erik ten Hag er í mikilli óvissu og er ekki víst að hann fái að þjálfa þá rauðklæddu næsta vetur.
Samkvæmt Team Talk þá er Thiago Motta ofarlega á óskalista United en hann er þjálfari Bologna í dag.
Motta hefur gert stórkostlega hluti með Bologna á Ítalíu en liðið er óvænt að berjast um Meistaradeildarsæti.
Motta er nafn sem margir kannast við en hann lék lengi fyrir lið eins og Barcelona, Inter Milan og Paris Saint-Germain.
Motta er aðeins 41 árs gamall og á mikið ólært en hann hefur undanfarin tvö ár þjálfað Bologna.