Flestir telja að Martin Dubravka hafi ekki farið eftir reglum þegar hann reyndist hetja Newcastle í enska bikarnum í gær.
Þannig var markvörðurinn kominn langt frá línunni sinni þegar Dom Hyam steig á punktinn.
Martin Dúbravka is the shootout hero 🧤
A big save to send @NUFC through!#EmiratesFACup pic.twitter.com/iwuBChfxXP
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 27, 2024
Dubravka varði og ekkert var dæmt. Reyndist hann hetja Newcastle í sigrinum.
Arnór Sigurðsson kom inn í hálfleik hjá Blackburn og Dubravka hafði svo sannarlega unnið heimavinnuna ef vítaspyrnukeppnin færi í gang.
Hann vissi að Hyam myndi skjóta til hægri eins og sést á brúsanum hér að neðan.