Vanda Sigurgeirsdóttir fékk 20,9 milljónir í laun hjá KSÍ á síðasta ári en þetta kemur fram í ársreikningi KSÍ sem birtu var síðasta föstudag.
Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri sambandsins fékk tveimur miljónum minna eða 18,9 milljónir á ári.
Báðar láta af störfum hjá sambandinu um komandi helgar þegar ársþing fer fram. KSÍ tapaði 126 milljónum undir þeirra stjórn á síðasta ári.
Launakostnaður við skrifstofu KSÍ jókst gríðarlega mikið á milli ára en 21 starfsmaður var í starfi samanborið við 18 starfsmenn á síðasta ári.
Launakostnaður við skrifstofu KSÍ var 308 milljónir á síðasta ári og hækkar um 52 milljónir króna á ári.