BBC segir á vef sínum að Kylian Mbappe sé búinn að ganga frá samningi við Real Madrid og muni ganga í raðir félagsins í sumar.
Hefur þetta legið í loftinu en Mbappe lét PSG vita síðasta sumar að hann ætlaði frítt frá félaginu í sumar.
BBC segir að Mbappe fái 12,8 milljónir punda í laun á ári en að auki fær hann 128 milljónir punda í bónus fyrir að skrifa undir.
Mbappe fær þá upphæð greidda yfir fimm ára tímabil en samningur hans verður til fimm ára.
Mbappe hefur lengi verið á lista Real Madrid en nú er allt klárt og einn besti leikmaður í heimi heldur til Spánar.