fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Elvar Geir og Tómas ræddu stuðningsyfirlýsingu föstudagsins – „Þetta er mikið fyrir högg fyrir Guðna“

433
Mánudaginn 19. febrúar 2024 08:30

Guðrún fyrir miðju og Vignir t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli þegar Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands og fyrrum varaformaður KSÍ lýsti yfir stuðningi við Vigni Má Þormóðsson í framboði til formanns KSÍ. Þetta gerði hún fyrir helgi

Vignir er að berjast um stólinn við Guðna Bergsson og Þorvald Örlygsson en 147 fulltrúar kjósa til formanns eftir átta daga.

Guðrún Inga var lengi vel í stjórnunarstörfum hjá KSÍ og fer fögrum orðum um Vigni sem sat í tólf ár í stjórn KSÍ en hætti árið 2019.

Meira:
Skólastjóri Verslunarskóla Íslands styður Vigni – „Hefur óteljandi kosti sem munu nýtast honum í embætti“

Guðrún Inga var meðal annars varaformaður KSÍ þegar Guðni Bergsson var formaður. Í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-977 er því lýst sem talsverðu höggi fyrir Guðna.

„Þetta er mikið fyrir högg fyrir Guðna,“ segir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net.

Tómas Þór segir þetta merkilega yfirlýsingu þar sem Guðrún Inga hafi mikla virðingu í fótboltasamfélaginu.

„Það er það virkilega og stórt fyrir Vigni, það eru fáir einstaklingar og sérstaklega konur. Hún og Borghildur sem hafa mesta virðingu kvenna í þessum bransa og þvert á kyn. Þetta var högg fyrir Guðna.“

Elvar Geir tók þá aftur til máls. „GunnInga var varaformaður KSÍ þegar Guðni var formaður en lýsir yfir stuðningi við Vigni í þetta embætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“