fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Elvar Geir og Tómas ræddu stuðningsyfirlýsingu föstudagsins – „Þetta er mikið fyrir högg fyrir Guðna“

433
Mánudaginn 19. febrúar 2024 08:30

Guðrún fyrir miðju og Vignir t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli þegar Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands og fyrrum varaformaður KSÍ lýsti yfir stuðningi við Vigni Má Þormóðsson í framboði til formanns KSÍ. Þetta gerði hún fyrir helgi

Vignir er að berjast um stólinn við Guðna Bergsson og Þorvald Örlygsson en 147 fulltrúar kjósa til formanns eftir átta daga.

Guðrún Inga var lengi vel í stjórnunarstörfum hjá KSÍ og fer fögrum orðum um Vigni sem sat í tólf ár í stjórn KSÍ en hætti árið 2019.

Meira:
Skólastjóri Verslunarskóla Íslands styður Vigni – „Hefur óteljandi kosti sem munu nýtast honum í embætti“

Guðrún Inga var meðal annars varaformaður KSÍ þegar Guðni Bergsson var formaður. Í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-977 er því lýst sem talsverðu höggi fyrir Guðna.

„Þetta er mikið fyrir högg fyrir Guðna,“ segir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net.

Tómas Þór segir þetta merkilega yfirlýsingu þar sem Guðrún Inga hafi mikla virðingu í fótboltasamfélaginu.

„Það er það virkilega og stórt fyrir Vigni, það eru fáir einstaklingar og sérstaklega konur. Hún og Borghildur sem hafa mesta virðingu kvenna í þessum bransa og þvert á kyn. Þetta var högg fyrir Guðna.“

Elvar Geir tók þá aftur til máls. „GunnInga var varaformaður KSÍ þegar Guðni var formaður en lýsir yfir stuðningi við Vigni í þetta embætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill