Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var ágætlega sáttur með sína menn gegn Luton í síðasta leik helgarinnar.
United vann 2-1 sigur á útivelli en liðið var 2-0 yfir þegar aðeins sjö mínútur voru komnar á klukkuna.
Þeir rauðklæddu eru nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti og setja stefnuna á fjórða sætið á tímabilinu.
,,Við erum aftur í baráttunni og erum á uppleið. Við þurfum að setja pressu á hin liðin, hver einasti leikur er úrslitaleikur til að komast nær,“ sagði Ten Hag.
,,Leikurinn hefði getað verið auðveldur eftir tíu mínútur en við gerðum okkur erfitt fyrir og nýttum ekki tækifærin.“
,,Þú þarft alltaf að vera 100 prósent einbeittur í svona leikjum og við töpuðum einbeitingunni eftir tíu mínútur.“