Manchester City mistókst að leggja Chelsea á heimavelli í dag en liðin áttust við á Etihad.
Chelsea komst yfir í þessum leik eða á 42. mínútu er Raheem Sterling kom boltanum í netið.
Sterling var að skora gegn sínum gömlu félögum og virtist lengi vera að tryggja Chelsea sigurinn.
Rodri jafnaði hins vegar metin fyrir meistarana á 83. mínútu og jafntefli staðreynd í stórleik helgarinnar.
Mark Sterling var einkar laglegt og má sjá hér fyrir neðan.
WHAT A GOAL FROM STERLING! pic.twitter.com/wuBRIx10rJ
— Chels HQ (@Chels_HQ) February 17, 2024