fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Fyrirtæki Rúriks malar gull – Tekjur jukust um 116 prósent á milli ára

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. febrúar 2024 12:00

Rúrik er þekktur fyrir sína fögru lokka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Rúrik Gíslason malar gull en þetta kemur fram í ársreikningi á fyrirtæki hans fyrir árið 2022. Ljóst er að árið 2023 var líklega betri í rekstri.

Fyrirtækið heldur utan um þær tekjur sem Rúrik fær fyrir það að koma fram og þær auglýsingar sem hann tekur þátt í. Svo eitthvað sé nefnt.

Rekstrartekjur RG19 Viðburða ehf á árinu voru 79.476.750 kr. en voru 36.781.550 kr. árið 2021 og jukus því um 42.695.200 kr. eða um 116,1%.

Rekstrarhagnaður á árinu nam 36.875.094 kr. en rekstrarhagnaður á árinu 2021 nam 21.924.556 k

Rúrik sem var farsæll atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður ákvað árið 2020 að hætta í fótbolta, þrátt fyrir ungan aldur.

Hann hafði öðlast mikla frægð í kringum Heimsmeistaramótið árið 2018 og ákvað að kýla á að nýta þær vinsældir. Hefur hann síðan þá öðlast mikla frægð í Þýskalandi þar sem hann lék lengi vel fótbolta.

Frá því að Rúrik hætti í knattspyrnu hefur hann farið í hin ýmsu verkefni, tekið þátt í dansþáttum, verið hluti af hljómsveitinni Ice Gusy og miklu fleira. Það hefur skilað miklum tekjum.

Eigið fé félagsins í eigu Rúriks nam 49.368.447 kr. í árslok að meðtöldu hlutafé en var 22.493.353 kr. við lok árs 2021. Í árslok var eiginfjárhlutfall 67,9% samanborið við 65,9% árið 2021.

Líklegt verður að teljast að árið 2023 hafi gefið Rúrik talsvert hærri tekjur þar sem Ice Guys hljómsveitin sló í gegn og virtist mala gull með sjónvarpsþáttum og tónleikahaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa
433Sport
Í gær

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Í gær

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“