Crystal Palace er að skoða það að reka Roy Hodgson úr starfi og er í raun búist við því að félagið taki þá ákvörðun á næstu dögum.
Eigendur Crystal Palace eru byrjaðir að óttast gengi liðsins og vilja skipta um mann í brúnni.
Eigendur Palace vilja ráða Olivier Glasner sem er fyrrum þjálfari Frankfurt í Þýskalandi.
Félagið ætlaði að halda Roy Hodgson í starfi út tímabilið þegar samningur hans er á enda.
Palace hefur verið á vondum stað undanfarnar vikur og er búist við breytingum á næstu dögum.