Manchester City hefur gengið frá kaupum á Claudio Echeverri sem er sagður eitt mesta efni Argentínu. Hann kemur til félagsins frá River Plate.
Echeverri er 18 ára gamall en hann klárar árið hjá River Plate.
Echeverri varð 18 ára gamall en hann hefur spilað sex leiki fyrir stórliðið í Argentínu.
Echeverri var fyrirliði hjá U17 ára liði Argentínu á HM á síðasta ári og skoraði þrennu í 3-0 sigri á Brasilíu í átta liða úrslitum.
Echeverri er sóknarmaður en hann kemur sömu leið og Julian Alvarez kom til City.