fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Gylfi Þór ferðast til Spánar – Gæti haft mikið að segja fyrir Íslendinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 21. janúar 2024 09:50

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson mun á næstunni ferðast til Spánar í endurhæfingu. Það er félag hans, Lyngby, sem greinir frá þessu.

Gylfi sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í haust eftir langa fjarveru og kom við sögu með Lyngby og íslenska landsliðinu, þar sem hann bætti til að mynda markametið.

Í kjölfarið meiddist Gylfi hins vegar og hefur því ekki náð að koma sér af stað.

Mun hann nú fara til Spánar í endurhæfingu við bestu mögulegu aðstæður.

Lyngby bindur vonir við að hann verði klár í slaginn með liðinu í vor en liðið hefur leik í dönsku úrvalsdeildinni á ný eftir vetrarfrí þann 18. febrúar.

Sömuleiðis vonum við Íslendingar að Gylfi verði klár í slaginn í mars þegar karlalandsliðið mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM í sumar. Endurhæfing við frábærar aðstæður á Spáni ætti að auka þann möguleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum