Lögreglan í París réðst inn hjá skattyfirvöldum á mánudag til þess að halda áfram með rannsókn sína a kaupum PSG á Neymar árið 2017.
PSG festi þá kaup á Neymar frá Barcelona fyrir 198 milljónir punda og er Neymar enn í dag dýrasti leikmaður sögunnar.
Yfirvöld í Frakklandi telja að PSG hafi sleppt því að borga skatta og gjöld af þessum kaupum sínum og það með hjálp skattyfirvalda.
Þannig liggja þrír aðilar undir grun um að hafa hjálpað PSG að greiða ekki skatta og gjöld af kaupunum á Neymar.
Einn þeirra sem er stuðningsmaður PSG er grunaður um að hafa komið með hugmyndina til félagsins um hvernig væri hægt að sleppa við greiðslurnar.
Lögreglan í París fer með rannsókn málsins og hefur nú safnað mikið af göngum til sín og heldur rannsókn sinni áfram.