fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Viss um að Sancho muni endast lengur á Old Trafford en Ten Hag

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. janúar 2024 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho mun endast lengur sem leikmaður Manchester United en Erik ten Hag sem þjálfari liðsins að sögn Chris Sutton, sparkspekings og fyrrum leikmanns.

Sancho er mættur aftur til Þýskaland og var lánaður til Borussia Dortmund en hans samband við Ten Hag er alls ekki gott í dag.

Ten Hag ku sjálfur vera valtur í sessi eftir erfitt gengi undanfarið en Sancho kostaði enska liðið risaupphæð fyrir síðasta tímabil.

Sancho gagnrýndi Ten Hag opinberlega fyrr á þessu tímabili og síðan þá hefur leikmaðurinn ekkert fengið að spila.

Ten Hag vill meina að Sancho leggi sig lítið sem ekkert fram fyrir félagið og ákvað að setja leikmanninn á ís sem varð til þess að hann sneri aftur til Dortmund.

,,Ég hef fulla trú á að Sancho muni endast lengur hjá Manchester United en Erik ten Hag,“ sagði Sutton.

,,Þetta er hæfileikaríkur ungur leikmaður sem af einhverjum ástæðum telur sig vera stærri en klúbburinn.“

,,Það sem hann lét út úr sér á samskiptamiðlum var fáránlegt og sorglegt. Mig grunar að hann endi aftur hjá Man Utd og ef Ten Hag heldur áfram uppteknum hætti verður hann farinn fyrir lok tímabils.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá síðasti sem Amorim vill henda út fær líflínu

Sá síðasti sem Amorim vill henda út fær líflínu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Arftaki Mourinho klár