Liverpool-goðsögnin og sparkspekingurinn Jamie Carragher telur að félagið þurfi að bæta við sig varnarmanni í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði.
Þetta sagði Carragher eftir sigur Liverpool á Newcastle í gær. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Lærisveinar Jurgen Klopp eru þó að glíma við meiðslavandræði í vörninni. Vinstri bakverðirnir Andy Robertson og Kostas Tsimikas eru báðir frá og þá er Joel Matip frá út tímabilið.
„Liverpool má ekki sóa þessu tækifæri,“ sagði Carragher í gær. „Mér finnst liðið þurfa að ná í varnarmann í janúar.“
Carragher virðist bjartsýnn á að Liverpool geti landað titlinum.
„Liverpool er með eitthvað sem Arsenal hefur ekki, stjóra sem hefur unnið titilinn áður. Svo eru leikmenn þarna í heimsklassa. Hvað varðar Arsenal og Aston Villa eiga þau eftir að sanna það,“ segir Carragher en Manchester City er auðvitað augljós kandídat einnig.