fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Kristján leggur til þessa breytingu á Íslandi – „Í stað þess að hugsa um rassgatið á sjálfum ykkur“

433
Mánudaginn 1. janúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.

Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem erlendis.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Rætt var um Bestu deild karla og hvað er hægt að gera til að auka áhugann á deildinni. Kristján Óli benti á að mögulega væri sniðugt að láta þjálfarana sitja saman á fréttamannafundi eftir leik

„Þar er það þannig í Svíþjóð eftir leik, þá sitja þjálfarar saman á blaðamannafundi. Af hverju gerum við ekkert svona? Besta deildin er með menn á launum allt árið, notið peningana í promota deildina,“ segir Kristján og tók dæmi sem hann var ósáttur með.

„Það var sett inn í apríl eftir fyrstu leikina, smá content þar. Svo dó þetta bara þangað til í lok móts, dæmið þegar Halldór dettur á Kópavogsvelli. Notið svona augnablik til að búa til hype.

Í stað þess að hugsa um rassgatið á sjálfum ykkur.“

Hörður segir að hægt sé að gera hlutina miklu betur til að auka áhuga. „Við getum gert helling til að fá þjálfara saman á fundi, að dómarar drullist til að mæta í leiki. Þetta er búið að vera eins umfjöllun í mörg ár.“

Umræðan um þetta er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun
Hide picture