Það varð uppi fótur og fit á Emirates-leikvanginum í London í gær yfir leik Arsenal og Manchester United en stuðningsmaður er sagður hafa gert sig líklegan til að ráðst að United goðsögninni og sparkspekingnum Roy Keane.
Keane var, ásamt samstarfsmanni sínum á Sky Sports Micah Richards, á leið niður á völl nálægt leikslokum þegar stuðningsmaður á að hafa gert sig líklegan til að skalla hann.
Richards greip hins vegar til sinna ráða, greip í manninn og lét hann hressilega heyra það.
Talsmaður Sky Sports segir Richards hafa verið að koma Keane til varnar og að lögregla skoði nú málið.
Leiknum sjálfum lauk 3-1 fyrir Arsenal eftir mikla dramatík.
Myndband af Richards ræða við manninn er hér að neðan.
Micah Richards was not having it omds 😭😭😭😭 pic.twitter.com/bjXnmzsljq
— Sjayy 🎱 (@sjayy24s) September 3, 2023