fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Enn eykst samkeppnin um Declan Rice – Bæjarar hafa mikinn áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declan Rice miðjumaður West Ham og enska landsliðsins verður einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum í sumar og hörð samkeppni gæti orðið um hann.

Arsenal hefur lagt mikla vinnu í það að fá Rice í sumar en samkeppnin gæti orðið mikil.

Þannig segir í fréttum í erlendum miðlum að FC Bayern ætli að reyna að klófesta enska landsliðsmanninn.

Rice vill fara frá West Ham í sumar en talið er að hann kosti rúmlega 100 milljónir punda.

Thomas Tuchel þjálfari FC Bayern er sagður vilja ólmur krækja í Rice en þegar hann var stjóri Chelsea reyndi hann að fá Rice þangað.

Fleiri félög hafa verið nefndir til sögunnar en þar má nefna Manchester United, Chelsea og Manchester City sem gætu haft áhuga á Rice í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar