fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu þrumuræðu Dóra um málefni Gylfa í þætti Gísla Marteins í gærkvöldi – „Hljótum að biðja um að réttlætið sé aðeins snarara í snúningum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. apríl 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er frjáls maður eftir að lögreglan í Manchester og saksóknari þar í borg ákváðu að fella mál hans niður. Var Gylfi undir rannsókn í tæp tvö ár vegna gruns um kynferðisbrot.

Gylfi Þór var í farbanni í 637 daga í Bretlandi og hefur ekki spilað fótbolta á þeim tíma, samningur hans við Everton rann út síðasta sumar.

Óvíst er hvaða framtíðaráform Gylfi hefur en málið var tekið fyrir í þætti Gísla Marteins á RÚV í gærkvöldi.

„Það eru allir búnir að vera í sjokki í dag, hann er frjáls maður eftir tvö ár af martröð,“ sagði Gísli Marteinn.

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA tók þá til máls og taldi að Age Hareidi nýr þjálfari Íslands væri að fagna tíðindunum af máli Gylfa.

„Ég skal segja ykkur að þessi níræði Dani sem við vorum að ráða hlýtur að vera alveg heavy hress núna,“ sagði Halldór en Hareidi er 69 ára gamall og kemur frá Noregi.

video
play-sharp-fill

Ræða Halldórs var ansi ástríðumikil eins og heyra má hér að neðan. „Þetta er agalegt, frá öllum hliðum séð. Maður er búinn að ímynda sér hann í stofufangelsi í Manchester eða á einhverjum stað sem drottinn hefur yfirgefið, núna er hann laus og vonandi kemur hann heim sem fyrst. Fara í FH og jafna sig aðeins þar,“ sagði Halldór og hélt síðan áfram.

„Ég veit bara að það að hann var í 637 daga, mátti ekki fara. Mátti ekki fara til Íslands, þetta hljómar ekki sanngjarnt. Hljómar ofboðslega klikkað, þá hljótum við að biðja um að réttlætið sé aðeins snarara í snúningum. Hann búinn, Everton, landsliðið, landsliðið fór í vaskinn á meðan þetta gerðist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá skilaboðum þekktra manna til Sydney Sweeney – Hafa boðið henni þetta

Segir frá skilaboðum þekktra manna til Sydney Sweeney – Hafa boðið henni þetta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjóðverjarnir sýna leikmanni Arsenal áhuga

Þjóðverjarnir sýna leikmanni Arsenal áhuga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skúli flaug yfir hálfan hnöttinn til að fá draumaflúrið – „Flúrið tók sex daga í allt“

Skúli flaug yfir hálfan hnöttinn til að fá draumaflúrið – „Flúrið tók sex daga í allt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Partey búinn að finna sér félag – Mætir fyrir rétt á morgun

Partey búinn að finna sér félag – Mætir fyrir rétt á morgun
433Sport
Í gær

Stjórinn baunar á hegðun skotmarks Liverpool

Stjórinn baunar á hegðun skotmarks Liverpool
433Sport
Í gær

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Í gær

Saint-Maximin að taka mjög óvænt skref 28 ára gamall

Saint-Maximin að taka mjög óvænt skref 28 ára gamall
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
Hide picture