fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Mikael varpar sprengju inn í umræðuna eftir fréttir gærdagsins af Gylfa – „Þess vegna hefur þetta tekið svona langan tíma“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. apríl 2023 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær bárust risatíðindi þess efnis að Gylfi Þór Sigurðsson væri nú laus allra mála. Þetta hefur verið á allra vörum.

Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester, var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Eftir rúma 600 daga í farbanni frá Bretlandi er Gylfi frjáls ferða sinna og málið látið niður falla, taldi saksóknari engar líkur á sakfellingu í málinu.

Sparkspekingurinn Mikael Nikulásson ræddi málið í Þungavigtinni.

„Ef hann vill halda áfram í fótbolta eru þetta bara geggjaðar fréttir. Þetta eru ekki heldur slæmar fréttir fyrir nýjan landsliðsþjálfara á fyrsta degi. maður hefur heyrt þær sögusagnir að hann ætli að hætta í fótbolta en það gæti breyst núna,“ segir Mikael, en Age Hareide tók við landsliðinu í gær.

Mikael Nikulásson.

Mikael telur að málið sé stærra en flestir geri sér grein fyrir. „Þetta er fáránlegt mál, líka hvað þetta tók langan tíma.

Það er alveg ljóst að þetta er ekki bara eitthvað eitt mál hjá Gylfa Þór Sigurðssyni. Það getur ekki verið. Þetta teygði sig eitthvað mikið lengra. Þess vegna hefur þetta tekið svona langan tíma.“

Mikael segir að Gylfi þurfi ekki að hafa áhyggjur ef hann langar til þess að halda áfram að spila fótbolta.

„Það munu lið berjast um hann, ef hann hefur áhuga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“