fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Fullyrða að Gylfi vilji spila fótbolta aftur – Þetta gætu verið fimm kostir á borði hans í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur hug á að spila fótbolta aftur, þessu heldur Vísir.is fram en mál gegn Gylfa þór var látið niður falla í gær. Er hann frjáls ferða sinna.

„Samkvæmt upplýsingum Vísis er Gylfi hins vegar í góðu líkamlegu ástandi og með hug á að endurvekja ferilinn þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins,“ sagði í frétt sem Vísir birti í gær.

Gylfi Þór var í farbanni í 637 daga í Bretlandi og hefur ekki spilað fótbolta á þeim tíma, samningur hans við Everton rann út síðasta sumar.

Sá möguleiki er fyrir hendi að Gylfi kjósi að spila áfram á Englandi og miðað við afrek hans þar með Swansea, Tottenham og Everton má ætla að lið þar í landi vilji klófesta hinn 33 ára gamla miðjumann en aðrir kostir verða í boði vilji Gylfi snúa aftur á völlinn.

Fimm kostir sem gætu komið á borð Gylfa:

Lið í ensku úrvalsdeildinni:
Gylfi hefur afrekað ansi mikið í enska boltanum og búið sér til orðspor sem lifir lengi, ætla má að mörg félög í ensku úrvalsdeildinni muni skoða þann kost að semja við Gylfa Þór í sumar.

Sádí Arabía
Fótboltinn í Sádí Arabíu er í mikilli sókn, eru miklir fjármunir í boði fyrir frambærilega knattspyrnumenn. Gæti það heillað Gylfa að þéna alvöru upphæðir eftir ár án launa. Rétt áður en mál Gylfa kom upp stóð honum til boða að þéna rosalegar upphæðir í Sádí.

Katar
Sömu sögu er að segja í Katar, góðir knattspyrnumenn fá afar vel borgað í Katar. Stærstu liðin þar í landi gætu svo sannarlega sett sig í samband við Gylfa.

GettyImages

Bandaríkin:
Áður en lögreglan í Mancehester handtók Gylfa hafði Gylfi ítrekað verið orðaður við lið í Bandaríkjunum og heyrðist nafn Los Angeles FC oft í því samhengi.

FH:
Vilji Gylfi rólegt og auðvelt líf gæti hann snúið heim og skellt sér í treyju FH, uppeldisfélagið tæki vel á móti sínum dáðasta syni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stórtíðindi úr Vesturbænum

Stórtíðindi úr Vesturbænum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sú besta í fyrra snýr aftur

Sú besta í fyrra snýr aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Það sem Nunez gerði við Salah um helgina vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Það sem Nunez gerði við Salah um helgina vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“