fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar tjáir sig um risatíðindin af Gylfa Þór – Ræddi við enska blaðamenn sem eru orðlausir

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 13:21

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risafréttir bárust í dag þess efnis að Gylfi Þór Sigurðsson sé nú laus allra mála.

Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester, var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Eftir rúma 600 daga í farbanni frá Bretlandi er Gylfi frjáls ferða sinna og málið látið niður falla, taldi saksóknari engar líkur á sakfellingu í málinu.

Málið var tekið fyrir í hlaðvarpinu vinsæla Dr. Football í dag.

„Maður er búinn að tala við marga blaðamenn úti í Liverpool í morgun og þeir eru allir orðlausir. Þessu munu ábyggilega fylgja einhverjar lögsóknir,“ segir þáttastjórnandinn Hjörvar Hafliðason.

Hrafnkell Freyr Ágústsson og Albert Brynjar Ingason voru með Hjörvari í setti.

„Þessi meðferð á einum manni er svakaleg og að hann hafi gengið í gegnum þetta er svaðalegt dæmi,“ segir Hrafnkell um málið.

Albert lagði einnig orð í belg. „Þetta er mannskemmandi. Tvö ár.“

Margir velta því upp hvort Gylfi snúi nú aftur á knattspyrnuvöllinn. Landsleikir eru til að mynda framundan í júní. Hjörvar segir fólki að búast þó ekki við Gylfa þar.

„Margir velta líklega fyrir sér hvort hann verði mættur í landsleikina í júní. Ég myndi nú telja afskaplega litlar líkur á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Í gær

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Í gær

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“