fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin hafnaði boðinu – Fá ekki að mynda á bakvið tjöldin

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. apríl 2023 13:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin hefur hafnað tilboði Box To Box Films sem vildi fá að gera þáttaraðir um það sem gerist á bakvið tjöldin í vinsælustu deild heims.

Box To Box Films hafði verið í viðræðum við ensku deildina um að framleiða svoleiðis þáttaraðir en ekkert verður úr þeim.

Þættirnir hefðu svipað til ‘Formula 1: Drive to Survive’ þar sem kíkt var á bakvið tjöldin í þeirri íþrótt en Netflix framleiddi þá.

Samkvæmt Times hefðu ensk úrvalsdeildarfélög grætt fimm milljónir punda fyrir hvert tímabil sem er ansi há upphæð.

Í þáttunum hefði verið rætt við bæði leikmenn og stjóra deildarinnar og voru margir vongóðir um að samkomulagi yrði náð.

Af einhverjum ástæðum náðust samningar ekki og þarf Box To Box Films að leita annað fyrir slíkt verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins
433Sport
Í gær

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?