fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári ræddi hálstak helgarinnar og sagði svo – „Bara smá klapp“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 08:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann lið Crystal Palace 2-1 um helgina þar sem miðjumaðurinn Casemiro sá rautt. Casemiro er einn mikilvægasti leikmaður Man Utd en missti hausinn í síðari hálfleiknum.

Brassinn tók þá Will Hughes, leikmann Palace, hálstaki og eftir VAR skoðun var hann rekinn útaf. Farið var yfir málið á Símanum í gær þar sem Eiður Smári Guðjohnsen tjáði sig um málið

Eiður Smári byrjaði á að segja að ef Casemiro fékk rautt spjald hefði átt að reka fleiri en hann af velli en hópur myndaðist þar sem margir voru að taka í hvorn annan.

„Þetta var ekki neitt, hann gerði ekkert. Bara smá klapp. Þetta gæti orðið mjög dýrkeypt, við sáum hversu mikið United saknaði hans þegar hann var í banni,“ sagði Eiður Smári.

Casemiro fer nú í þriggja leikja bann og missir af tveimur deildarleikjum gegn Leeds og einum gegn Leicester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð