Jadon Sancho fær ekkert að spila fyrir Manchester United í dag en hans samband við Erik ten Hag, stjóra liðsins, er ekki gott.
Sancho hefur ekki spilað í marga mánuði og má segja að framtíð hans hjá Man Utd sé svo sannarlega í hættu.
Englendingurinn nýtur þó lífsins utan vallar en hann sást með fyrirsætunni og dansaranum Cocainna á skemmtistað fyrir helgi.
Hvort Sancho hafi fengið leyfi til að fara á djammið er óljóst en hann er þó ekki hluti af aðalliði Man Utd þessa stundina.
Myndbandið umtalaða má sjá hér.
My fking boyyyy pic.twitter.com/FzhRA8ilaF
— 𝗢𝗡𝗘 𝗗𝗘𝗝𝗜 (@one_deji) December 28, 2023