Ansi skondið atvik átti sér stað í leik Chelsea og Crystal Palace sem fer fram í ensku úrvalsdeildinni
Varnarmaðurinn Chris Richards gerðist brotlegur í seinni hálfleik og fékk verðskuldað gult spjald.
Dómarinn Michael Salisbury tók þó óvart upp rauða spjaldið en var fljótur að leiðrétta þau mistök.
Salisbury áttaði sig um leið á mistökunum en Richards var ansi hissa til að byrja með áður en spjaldið var dregið til baka.
Hér má sjá mistökin.
Ref accidentally pulled out the red card 😂#CHECRY pic.twitter.com/WEVoqlCmDp
— Ⓐ🤴🏼 (@AlexMUFC18) December 27, 2023