Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Sigurður er einn harðasti stuðningsmaður Manchester United hér á landi og ræddi um stórleikinn við Liverpool um síðustu helgi.
„Maður var drullufeginn að fá stigið, mér fannst Liverpool lélegir að skora ekki. Mínir menn lögðum stræó flota Bretlands fyrir framan markið,“ sagði Sigurður.
„Fyrir okkur United menn var þetta jólagjöfin í ár.“
Sigurður segir stöðuna á United það slæma að menn verði bara að taka stigið og hlaupa með þeim.
„Við erum með Jonny Evans, gefðu okkur séns. Liverpool átti alltaf að klára þennan leik, við erum farnir að finna menn til að vera inná. Mitt lið á alltaf að spila til sigurs en það er ekki alltaf hægt.“
Umræðan er í heild hér að neðan.