fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

City gæti nýtt sér tenginguna og tekið þessa þrjá frá toppliðinu á Spáni

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. desember 2023 18:00

Girona fagnar marki. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Girona er á ótrúlegan hátt á toppi La Liga á Spáni eftir sextán umferðir. Leikmenn liðsins eru því eðlilega farnir að heilla víða.

Girona vann magnaðan 2-4 sigur á Barcelona í gær og er á toppnum með 41 stig, tveimur stigum á undan Real Madrid.

Félagið er systurfélag Manchester City á Englandi en það á sömu eigendur. Nokkrir fyrrum leikmenn City eru á mála hjá Girona.

Enskir miðlar segja að þrír leikmenn Girona gætu farið til City áður en langt um líður og voru þeir allir áður á mála hjá enska félaginu.

Um er að ræða þá Yangel Herrera, Aleix Garcia og Yan Couto.

Herrera varð leikmaður City árið 2016 en spilaði aldrei og var lánaður víða. Þessi 25 ára gamli leikmaður þráir að fara aftur til City einn daginn.

Garcia lék á sínum tíma níu leiki fyrir City og hefur bætt sig mikið undanfarið.

Loks er Couto á láni hjá Girona frá City og gæti enska félagið séð hann sem langtíma arftaka Kyle Walker.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa