fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Declan Rice tryggði Arsenal ótrúlegan sigur á 97 mínútu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. desember 2023 22:16

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declan Rice skoraði sigurmark Arsenal á útivelli gegn Luton í kvöld á 97 mínútu. Allt stefndi í jafntefli þegar Rice skoraði.

Gabriel Martinelli kom Arsenal yfir eftir tuttugu mínútna leik en Gabriel Osho jafnaði fyrir Luton fimm mínútum síðar.

Gabriel Jesus kom Arsenal aftur yfir þegar fyrri hálfleik var senn á enda.

Nýliðarnir í Luton settu svo í gír í síðari hálfleik en fengu mikla hjálp frá Raya í marki Arsenal.

Barkley fagnar marki sínu.
Getty Images

Elijah Adebayo skoraði eftir hornspyrnu þar sem David Raya óð út í teiginn en greip í tómt. Á 57 mínútu átti svo Ross Barkley fast skot að marki sem fór undir Raya og í markið.

Luton var þó ekki lengi í paradís því þremur mínútum síðar jafnaði Kai Havertz leikinn. Allt stefndi svo í jafntefli þegar Rice skoraði sigurmarkið með skalla á 97 mínútu en uppgefinn uppbótartími var sex mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa