fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Var nær dauða en lífi vegna lifrarsjúkdóms – „Ég fæ tækifæri af því að annar einstaklingur lést“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 13:00

Dyer var orðinn ansi veikur á sjúkrahúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kieron Dyer fyrrum landsliðsmaður Englands í knattspyrnu var nær dauða en lífi fyrr í þessum mánuði vegna lifrarsjúkdóms. Hann var þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Dyer var á sjúkrahúsi þar sem óttast var að hann myndi ekki lifa þetta af. Dyer þurfti nýja lifri og beið á sjúkrahúsi í von um að fá nýja.

Það var ekki fyrr en einstaklingur lést þar sem hægt var að bjarga lífi Dyer. „Ég á erfitt með að skilja það að einhver hafi þurft að láta lífið svo ég gæti lifað,“ segir Dyer.

Fjölskylda hans og vinir óttuðust það versta en Dyer var í nokkrar vikur á sjúkrahúsi þar sem honum var um tíma vart hugað lífið.

Kieron Dyer. Mynd/Getty

„Ég hef ekkert rætt þetta, þetta er svo erfitt að meðtaka þetta. 99 prósent af fólki fær bara eitt tækifæri til þess að lifa, ég hef fengið tvö tækifæri.“

„Ég fæ tækifæri af því að annar einstaklingur lést, suma daga sit ég bara græt. Ég er ánægður, ekki sorgmæddur. Ég ætla að nýta hvern einasta dag sem ég fæ.“

PSC er sjaldgæfur langvinnur lifrarsjúkdómur þar sem gallrásir innan og utan lifrarinnar minnka smám saman að stærð . Margir hafa engin einkenni í fyrstu, þó geta snemmtæk viðvörunarmerki verið þreyta og óþægindi í kvið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Í gær

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Í gær

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann