Frakkland U19 1 – 0 Ísland U19
1-0 Eli Junior Kroupi (’89)
Frakkland vann gríðarlega nauman sigur á Íslandi í undankeppni U19 EM en leikið var ytra að þessu sinni.
Ísland spilaði flottan leik í þessari viðureign og var ekki langt frá því að næla í sitt annað stig.
Frakkar skoruðu sigurmark í blálokin sem tryggði sigur og eru með fullt hús stiga á toppi riðilsins.
Þetta var einnig annar leikur Íslands en strákarnir gerðu jafntefli við Dani í fyrsta leik, 1-1.