Íslenska landsliðið í knattspyrnu var niðurlægt af Slóvakíu í kvöld á útivelli, um var að ræða leik í undankeppni Evrópumótsins.
Slóvakía er komið inn á Evrópumótið eftir sannfærandi sigur í kvöld. Íslenska liðið á enn von á miða á mótið í gegnum umspil í mars.
Íslenska liðið byrjaði frábærlega í Bratislava í kvöld og Orri Steinn Óskarsson kom íslenska liðinu yfir. Íslenska liðið var sterkari aðilinn framan af leiknum.
Íslenska liðið gaf hins vegar eftir og gestirnir gengu á lagið, jöfnunarmark þeirra kom eftir fast leikatriði og síðan gaf Kristian Nökkvi Hlynsson vítaspyrnu. Staðan 2-1 í hálfleik.
Íslenska þjóðin var mjög ósátt með Craig Pawson, dómara leiksins frá Englandi yfir því að hafa dæmt vítaspyrnu.
Heimamenn gengu svo á lagið í upphafi síðari hálfleiks og skoruðu tvö mörk þar sem varnarleikur og markvarsla íslenska liðsins var slök.
Andri Lucas Guðjohnsen klóraði í bakkann eftir að hafa komið inn en nær komst íslenska liðið ekki. 4-2 tap staðreynd og slakur leikur hjá íslenska liðinu.
Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir leiknum.
Segjum þetta eins og þetta er. Þökkum Vöndu fyrir störf en næsti formaður þarf að hætta allri fortíðarþrá frá 2016-2018 og horfa til framtíðar. Ekki ráða annan „Lars” eða vera með flesta þá leikmenn í 11 manna liði árið 2024. Förum að byggja upp á nýtt TAKK.
— Rikki G (@RikkiGje) November 16, 2023
Ætlum við svo að láta okkur hlakka til umspilsins næstu mánuði í einhverju bjartsýniskasti? Frammistaðan í þessum slappa riðli hefur verið mikil vonbrigði og núna eru allt í lagi Slóvakar að pakka okkur saman. Ég bara get ekki séð neinar framfarir og þetta umspil verður bras.
— Hrannar Már (@hrannaremm) November 16, 2023
Gerði frekar epic hlut í dag. Takk fyrir mig 🇮🇸 pic.twitter.com/jbq8zyCNJg
— Marta Kristín (@MartaKristin) November 16, 2023
Segjum þetta eins og þetta er. Þökkum Vöndu fyrir störf en næsti formaður þarf að hætta allri fortíðarþrá frá 2016-2018 og horfa til framtíðar. Ekki ráða annan „Lars” eða vera með flesta þá leikmenn í 11 manna liði árið 2024. Förum að byggja upp á nýtt TAKK.
— Rikki G (@RikkiGje) November 16, 2023
Þessi varnarleikur er hrein hörmung og markvarslan lítið betri. Allt í molum nánast frá a-ö hjá íslenska liðinu og falleinkunn hjá flestum.😠
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) November 16, 2023
Hnefasamlokur í frystinum fyrir þetta dómarateymi allt saman. Tilbúnar strax til notkunar þegar færi gefst. Andskotinn.
— Árni Jóhannsson (@arnijo) November 16, 2023
Thoughts pic.twitter.com/3Buu9cdN5K
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) November 16, 2023
Myndi ekki treysta þessum fyrir að kveikja á sjónvarpi en hann stýrir heilu VAR herbergi 🤡 pic.twitter.com/arCOa9n8BR
— Rikki G (@RikkiGje) November 16, 2023
Flutningurinn á þjóðsöng Íslands algjörlega til fyrirmyndar. Ég hólkaðist allur upp og langaði að keppa fyrir land mitt, gæsahúð heima í stofu 🇮🇸
— Sindri Jensson (@sindrijensson) November 16, 2023
Hetjur leiksins #fotbolti.net Slóvakía – Ísland pic.twitter.com/viYYxy9t9O
— AsgeirHIngolfs (@AsgeirHIngolfs) November 16, 2023
Að það sé búið að færa umferð í Subway deildinni fyrir þetta.
— Halldór Örn (@halldororn11) November 16, 2023
Úffff, hræðilegt kerning á þessu treyjuletri pic.twitter.com/dd6vhOPLFI
— Stígur Helgason (@Stigurh) November 16, 2023
At the end of the day er Orri Óskars geitin.
— Gunnar Birgisson (@grjotze) November 16, 2023
LOOOOL!!! Enskir dómarar jafn vonlausir í landsleikjum og í PL.
— Rikki G (@RikkiGje) November 16, 2023
Pawson… https://t.co/GjdAKxijiq pic.twitter.com/rkpt1gaOmb
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) November 16, 2023
Þessir ensku dómarar eru með öllu vanhæfir!!!!!!!!!!
Þetta er ALDREI víti!#fotboltinet— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) November 16, 2023
FLAUTA ÞETTA AF
— Gunnar Sigurðarson (@gunnarsigur) November 16, 2023