Samkvæmt Daily Mail er Sir Jim Ratcliffe með það markmið að fá Erik ten Hag til þess að stilla til friðar og koma Jadon Sancho aftur í liðið.
Ratcliffe er að ganga frá kaupum á 25 prósenta hlut í United og mun hafa mikið að segja um málefni tengd fótboltanum.
Daily Mail segir að Ratcliffe vilji sjá Ten Hag og Sancho stilla til friðar svo kantmaðurinn geti farið að spila aftur.
Sancho fær ekki að æfa með United og hefur ekki spilað í fleiri vikur eftir að hafa svarað stjóra sínum opinberlega.
Ratcliffe ætti að ganga frá kaupunum á allra næstu dögum en hann vill sjá einn dýrasta leikmann félagsins aftur á vellinum.