Howard Webb yfirmaður dómara á Englandi segir að það hafi verið hárrétt hjá VAR að dæma markið hjá Newcastle gegn Arsenal sem löglegt mark.
Þrjú atvik komu upp í aðdraganda marksins sem Newcastle skoraði og sturlaðist allt hjá Arsenal vegna þess.
Mikel Arteta fór mikinn í viðtölum og félagið sendi frá sér yfirlýsingu málsins. Niðurstaðan er hins vegar sú að markið var löglegt.
„VAR fór í gegnum allt og sá ekkert augljóst atvik til að dæma markið af, allt í ferlinu var hárrétt,“ segir Webb.
„Þetta var óvenjulegt mál því þetta voru þrjú atvik sem VAR þurfti að taka fyrir í einu marki.“
Webb segir hins vegar að VAR hefði átt að reka bæði Kai Havertz og Bruno Guimares af velli. „Í framhaldinu þá gerum við ráð fyrir að þetta séu rauð spjöld,“ segir Webb.