Alexis Sanchez gæti verið á leið til Inter Miami og spilað með fyrrum liðsfélögum sínum í Barcelona.
Sanchez staðfestir þetta sjálfur en hann hefur mikinn áhuga á að spila annað hvort í Mexíkó eða þá í Bandaríkjunum.
Miami hefur samið við nokkra fyrrum leikmenn Barcelona sem léku með Sanchez á Spáni, Lionel Messi, Jordi Alba og Sergio Busquets.
Það er stór möguleiki á að Sanchez verði næstur til að semja við félagið en hann er í dag samningsbundinn Inter Milan.
,,Ég væri til í að spila í Mexíkó, ég ræddi við félaga minn um daginn en þarna eru mjög ástríðufull félög og hugsa um alla hluti. Ég væri til í það en veit ekki hvenær,“ sagði Sanchez.
,,Ég væri líka til í að upplifa aðra menningu og annað tungumál, ég vil getað talað reiprennandi ensku. Ég er hrifinn af hugmyndinni að spila í Los Angeles eða Miami, ég veit ekki. Það er ekkert staðfest þetta stundina.“