fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Faðir Aarons opnar sig um erfiðu málin – „Hann er hættur að brosa“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 09:25

Nick Ramsdale

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale markvörður Arsenal brosir orðið sjaldan og á mjög erfitt með að takast á við það að vera varamarkvörður Arsenal í dag.

Arsenal framlengdi samninginn við Ramsdale í sumar og taldi hann að staða hans væri því örugg, nokkrum vikum síðar kom David Raya til félagsins.

Raya hefur tekið stöðuna af Ramsdale í markinu og virðist eiga hana til framtíðar.

„Aaron er hættur að brosa,“ segir faðir hans Nick um stöðu mála og segir málið erfitt.

„Þetta er verulega erfitt að sjá hann svona en við minnum hann á það að hann verði að brosa líka.“

Getty Images

Nick segir ekkert hægt að tala illa um Raya. „Hann er frábær markvörður og þetta er ekki honum að kenna, hann kemur bara inn sem markvörður. Aaron segir að hann sé frábær drengur sem leggi mikið á sig, Aaron reynir að hjálpa honum eins og hann getur.“

Nick segir það erfiðasta að vita ekki af hverju Ramsdale var hent út. „Það hefur eitthvað með hvernig þetta var gert, að vita enga ástæðu. Við vitum ekkert hvað gerðist.“

Ramsdale er á sínu þriðja tímabili hjá Arsenal. „Þegar ég talaði við Arteta í símanum áður en Aaron var keyptur, þá talaði hann um að vilja bara hann,“ segir Nick en sagan í dag er sú að Arsenal hefur lengi reynt að fá Raya til félagsins.

„Núna kom Raya aftur á markaðinn og hann fékk hann. Af hverju læturðu leikmann samt framlengja og svo gerist þetta nokkru síðar?,“ spyr Nick.

„Við höfðum ekki hugmynd um þessar breytingar þá, Aaron vissi ekkert og hélt að hann ætti bara að vera markvörður liðsins áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Í gær

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja