Paul Mitchell, sem hefur verið orðaður við starf yfirmanns íþróttamála hjá Manchester United, var staddur í stúkunni á leik Getafe og Cadiz í vikunni.
Vakin er athygli á þessu í enskum miðlum en Mason Greenwood spilar með Getafe á láni frá United.
Í sumar var greint frá því að hann myndi ekki spila fyrir United á ný, en mál gegn honum var látið niður falla síðasta vetur.
Mitchell yfirgaf starf sitt hjá Monaco í síðasta mánuði og hefur verið rætt að Sir Jim Ratcliffe vilji ráða hann til United eftir að hann eignast formlega 25% hlut í félaginu.
Hvort vera Mitchell á leik Getafe og Cadiz tengist þessu er óvitað.