Búið er að draga í 8-liða úrslit enska deildabikarsins en í kvöld varð ljóst hvaða lið kæmust á þetta stig keppninnar.
Chelsea og Newcastle mætast á næsta stigi keppninnar og þá tekur Liverpool á móti West Ham.
Einu liðin sem ekki eru í ensku úrvalsdeildinni, B-deildarlið Middlesbrough og C-deildarlið Port Vale, drógust gegn hvoru örðu.
Leikirnir verða spilaðir í vikunni 17. – 23. desember.
8-liða úrslit
Everton – Fulham
Chelsea – Newcastle
Port Vale – Middlesbrough
Liverpool – West Ham