fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Andrea forviða yfir því að Þróttarar vilji endurheimta „yfirlýstan hommahatara“ – „Skrítnasti slagur góða fólksins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vallarstjóri Þróttar, Ganverjinn Isaac Kwateng, er að snúa aftur hingað til lands eftir að hafa fengið samþykkt at­vinnu- og dval­ar­leyfi í gær. Þetta staðfestir María Edw­ards­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Þrótt­ar, við mbl.is.

Kwateng kom hingað til Íslands 2017 og sótti þá um alþjóðlega vernd. Um miðjan októ­ber var hon­um síðan vísað úr landi eft­ir sex ára bið og óvissu hér á landi. Nú er atvinnu- og dvalarleyfi hins vegar í höfn og því má búast við að Isaac flytji aftur til Íslands á næstu dögum. María og Þróttarar fagna þessu eins og hún segir í samtalinu við mbl.is.

Þetta gagnrýnir Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður, á samfélagsmiðlinum Twitter (X) og bendir á að Kwateng hafi upphaflega sótt um vernd hér á landi þar sem hann var ofsóttur heima fyrir þar sem hann hefði predikað gegn samkynhneigð.

Það kemur meðal annars fram í úrskurði kærunefndar Útlendingamála frá 2018 að Kwateng sé mjög mófallinn samkynhneigð. Í úrskurðinum segir meðal annars:

„Kærandi hafi orðið fyrir áreiti í desember 2016 þegar hann hafi verið að predika kristna trú ásamt vini sínum í heimaríki. Þeir hafi lagt áherslu á að samkynhneigð sé ekki samþykkt innan kristinnar trúar og því skyldi samfélagið hafna samkynhneigð. Kærandi sé mjög mótfallinn samkynhneigð en í þorpinu þaðan sem kærandi komi séu u.þ.b. 4000 manns búsettir og hafi viðhorf til samkynhneigðar breyst verulega undanfarin ár með þeim afleiðingum að margir í þorpinu hafi opinberað samkynhneigð sína.

Í kjölfar framangreindrar predikunar hafi fjórir menn ráðist á kæranda og vin hans, beitt þá grófu ofbeldi og sagt þeim að hætta að predika gegn samkynhneigð ellegar myndu þeir hafa verra af. Þeir hafi orðið óttaslegnir og flúið frá predikunarstað sínum og leitað til lögreglu eftir aðstoð. Þar sem þeir hafi ekki borið kennsl á mennina hafi lögreglan ekki getað aðhafst í málunum. Kærandi og vinur hans hafi búið saman og hafi þeir ákveðið að halda sig heima við af ótta við árásarmennina.

Stuttu eftir árásina, n.t.t. í janúar 2017, hafi vinur kæranda farið út og hafi kærandi orðið vitni af því út um glugga heimilis þeirra þegar sömu menn og höfðu ráðist á þá í kjölfar predikunarinnar hafi ráðist á vin hans og beitt hann ofbeldi. Kærandi hafi flúið út um glugga á bakhlið hússins en vinur hans hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann hafi látist af sárum sínum. Kærandi hafi flúið til Ashanti héraðs í kjölfarið en mennirnir hafi elt hann þangað og bæst hafi í hóp þeirra.

Kærandi hafi óttast að mennirnir myndu myrða hann og hafi hann því ákveðið í samráði við móður sína að flýja Ghana. Móðir hans hafi komið honum í samband við smyglara sem hafi komið kæranda fyrir á öruggum stað á meðan hann hafi aflað gagna til þess að koma kæranda úr landi. Kærandi hafi afhent smyglaranum vegabréf sitt og hlýtt fyrirmælum hans.

Komst Útlend­inga­stofn­un, og í kjöl­farið kær­u­nefnd­in, að þeirri niður­stöðu að Kwateng væri ekki flóttamaður í skiln­ingi lag­anna.

Sem fyrr segir hefur hann hins vegar nú fengið samþykkt atvinnu- og dvalarleyfi og snýr því aftur hingað til lands.

„Hvers vegna vilja Þróttarar fá yfirlýstan hommahatara aftur í félagið?“ spyr Andrea á Twitter og heldur áfram.

„Af öllum þeim brottvísunarmálum sem ratað hafa í fjölmiðla er þetta skrítnasti slagur góða fólksins – hann sótti um hæli vegna áreitni sem hann varð fyrir við að predika gegn samkynhneigð!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni