fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Formaðurinn neitar bæði að ræða uppsögn Óskars og uppákomu sem átti sér stað í kvöldverði

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. október 2023 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flosi Eiríksson, formaður knatstpyrnudeildar Breiðabliks vill ekki ræða ástæðu þess að félagið ákvað að láta Óskar Hrafn Þorvaldsson víkja úr starfi í gær. Tíðindin vöktu nokkra athygli.

„Við vísum bara í yfirlýsingu gærdagsins,“ sagði Flosi í samtali við 433.is í dag og vildi að öðru leyti ekkert ræða málið.

Óskar Hrafn lét af störfum sem þjálfari Breiðabliks eftir tap gegn Stjörnunni í gær. Óskar hafði látið stjórnina vita að hann vildi hætta með liðið í desember en stjórnin ákvað að endalokin yrðu strax.

Samkvæmt heimildum 433.is er Óskar Hrafn verulega ósáttur með þessa ákvörðun Blika og taldi sig eiga það skilið að stýra liðinu út riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Leikmenn, starfsmenn og stjórnarmenn Breiðabliks fóru út að borða saman í gær þar sem allt var á suðupunkti samkvæmt heimildum 433.is. Óskar Hrafn og eiginkona hans Laufey Kristjánsdóttir yfirgáfu staðinn með nokkrum látum samkvæmt sömu heimildum.

Flosi sem var á staðnum neitar að tjá sig um það. „Ég hef ekkert um það að segja,“ segir formaðurinn um málið en neitaði ekki fyrir það að kastast hefði í kekki á milli aðila. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Blika svaraði ekki ítrekuðum símtölum.

Óskar gerði Breiðablik einu sinni að Íslandsmeisturum en komst aldrei í bikarúrslit á fjórum árum með liðið. Hann varð hins vegar fyrsti þjálfari í sögu Íslands til að koma karlaliði í riðlakeppni í Evrópu.

Gustað hefur um Óskar í starfi og þá sérstaklega á síðasta tímabilinu þar sem liðið hafði titil að verja en endaði í fjórða sæti og endaði tímabilið afar illa.

Óskar hefur hins vegar verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og ekki síst eftir það magnaða afrek að ná Evrópusætinu. Hann mun í dag funda með forráðamönnum Haugasunds í Noregi en er einnig sterklega orðaður við starfið hjá KR og hefur að auki verið orðaður við Val.

Halldór Árnason sem var aðstoðarmaður Óskar í fjögur ár í Kópavogi tekur við starfinu til næstu þriggja ára en óvíst er hvaða aðstoðarmann hann ræður til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Í gær

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar