Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna mætti áhrifavaldurinn Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, í heimsókn.
Arnar hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum undanfarin ár og þá sérstaklega á TikTok.
„Þetta er hark. Þetta hefur alveg minnkað en fólk mætir enn heim til mömmu og pabba að spyrja eftir mér,“ segir Arnar léttur í bragði.
Það er mikið af börnum á TikTok og hafa þau ekki alltaf eitthvað fallegt að segja.
„Það er endalaust af krökkum þarna inni. Það eru alveg 150 þúsund íslenskir aðgangar og þetta eru bara 7 ára krakkar.
Ég hef fengið allan pakkann, það er enginn filter á þessum krökkum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.