Liverpool er á meðal félaga sem hafa áhuga á undrabarninu Assan Ouedraogo hjá Schalke.
Ouedraogo er aðeins 17 ára gamall og spilar á miðjunni, stöðu sem Liverpool vill styrkja fyrir framtíðina.
Hefur hann farið á kostum með Schalke í þýsku B-deildinni það sem af er leiktíð.
Félög í heimalandinu hafa einnig áhuga á Ouedraogo og má þar nefna Bayern Munhen og RB Leipzig.
Calciomercato segir hins vegar frá því að Liverpool fylgist einnig grannt með honum.
Talið er að Ouedraogo sé fáanlegur fyrir um 7-8 milljónir evra.