U21 lið karla mætir Litháen í sínum öðrum leik í undankeppni EM 25 í dag klukkan 15:00. Leikurinn fer fram á Jonava stadium í Litháen og verður streymi aðgengilegt á miðlum KSÍ.
Ísland mætti Tékkum í sínum fyrsta leik í riðlinum og bar sigur úr bítum á lokamínútum leiksins sem endaði með 2-1 sigri íslenska liðsins á heimavelli.
Litháen situr í neðsta sæti riðilsins eftir tvo leiki. Með Íslandi og Litháen í riðli eru einnig Tékkland, Wales og Danmörk.
Liðin hafa spilað fjóra leiki í þessum aldursflokki, þar hefur Litháen sigrað þrjá leiki og Ísland einn.