Sjö leikir fóru fram í undankeppni EM 2024. Leikið var í riðlum C, G og H.
Það sem bar hæst var leikur Englands og Ítalíu í C-riðli. Þar hafði England betur en það voru þó Ítalir sem komust yfir með marki Gianluca Scamacca eftir stundarfjórðung.
Harry Kane svaraði með marki af vítapunktinum á 32. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
Marcus Rashford kom Englendingum yfir á 57. mínútu áður en Kane innsiglaði 3-1 sigur með sínu öðru marki. England er það með komið í lokakeppni EM í Þýskalandi.
Danir lentu þá afar óvænt í erfiðleikum með San Marínó í H-riðli. Rasmus Hojlund kom þeim yfir á 42. mínútu en Alessandro Golinucci jafnaði fyrir heimamenn eftir um klukkutíma leik.
Yussuf Poulsen skoraði sigurmark Dana á 70. mínútu.
Hér að neðan eru úrslit kvöldsins í undankeppni EM 2024.
C-riðill
England 3-1 Ítalía
Malta 1-3 Úkraína
G-riðill
Litháen 2-2 Ungverjaland
Serbía 3-1 Svartfjallaland
H-riðill
Finnland 1-2 Kasakstan
Norður Írland 0-1 Slóvenía
San Marínó 1-2 Danmörk