fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

England tryggði sér farseðilinn til Þýskalands með flottum sigri í stórleiknum – Danir lentu óvænt í vandræðum með San Marínó

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 20:46

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö leikir fóru fram í undankeppni EM 2024. Leikið var í riðlum C, G og H.

Það sem bar hæst var leikur Englands og Ítalíu í C-riðli. Þar hafði England betur en það voru þó Ítalir sem komust yfir með marki Gianluca Scamacca eftir stundarfjórðung.

Harry Kane svaraði með marki af vítapunktinum á 32. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Marcus Rashford kom Englendingum yfir á 57. mínútu áður en Kane innsiglaði 3-1 sigur með sínu öðru marki. England er það með komið í lokakeppni EM í Þýskalandi.

Danir lentu þá afar óvænt í erfiðleikum með San Marínó í H-riðli. Rasmus Hojlund kom þeim yfir á 42. mínútu en Alessandro Golinucci jafnaði fyrir heimamenn eftir um klukkutíma leik.

Yussuf Poulsen skoraði sigurmark Dana á 70. mínútu.

Hér að neðan eru úrslit kvöldsins í undankeppni EM 2024.

C-riðill
England 3-1 Ítalía
Malta 1-3 Úkraína

G-riðill
Litháen 2-2 Ungverjaland
Serbía 3-1 Svartfjallaland

H-riðill
Finnland 1-2 Kasakstan
Norður Írland 0-1 Slóvenía
San Marínó 1-2 Danmörk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“
433Sport
Í gær

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Í gær

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning