Cafu, fyrrum leikmaður Roma á Ítalíu, ætlar að kæra félagið en frá þessu greinir ítalski miðillinn Football Italia.
Cafu segir Roma skulda sér um 10 milljónir punda en hann lagði skóna á hilluna árið 2008.
Brasilíumaðurinn er talinn einn besti bakvörður sögunnar en hann lék með Roma frá 1997 til 2003 og samdi svo við AC Milan.
Cafu ætlar að kæra bæði Roma og fyrrum styrktaraðila félagsins, Qatar Airways, fyrir ólöglega notkun á hans ímyndunarrétt.
Flugfélagið hefur notað andlit Cafu til að auglýsa flug í langan tíma en það byrjaði árið 2019 er Brassinn samþykkti að taka þátt í góðgerðarleik fyrir sitt fyrrum félag.
Samkvæmt Football Italia hefur Roma lofað því að borga Cafu í um tvö ár en hann hefur ekkert fengið í sinn vasa hingað til.
Cafu er kominn með nóg af vinnubrögðum félagsins sem og flugfélagsins sem notaði myndir af honum til að auglýsa flug erlendis frá 2019 til 2021.