fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Segja að hann hafi verið rekinn fyrir að birta hjartnæmt bréf – Þakkaði fyrir stuðninginn eftir veikindi móður sinnar

433
Sunnudaginn 8. október 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid hefur ákveðið að reka þjálfarann Adria Diaz úr starfi en hann samdi við félagið fyrir aðeins þremur mánuðum.

Ástæðan ku vera virkilega sérstök en Diaz starfaði sem þjálfari U17 liðs Real í þrjá mánuði.

Fyrir það var Diaz á mála hjá Barcelona eða frá 2015 til 2019 og er mikill stuðningsmaður þess félags.

Það er mikill rígur á milli Barcelona og Real og komst það síðarnefnda að bréfi sem Diaz hafði sent sínu fyrrum félagi.

Diaz sendi hjartnæmt opinbert bréf til Barcelona þar sem hann þakkaði félaginu fyrir stuðning á erfiðum tímum en móðir hans greindist með krabbamein árið 2017.

Real tók víst afskaplega illa í þetta bréf og hefur verið harðlega gagnrýnt vegna þess – aðrir miðlar vilja þó meina að Diaz hafi sjálfur stigið til hliðar.

Athletic segir að Real harðneiti þessum sögusögnum en aðrir miðlar á Spáni fullyrða að bréfið sé ástæðan fyrir uppsögninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur