Wayne Rooney er hættur sem þjálfari DC United í Bandaríkjunum en þetta hefur félagið staðfest.
Rooney hefur undanfarin tvö tímabil þjálfað DC United og hefur ekki komist í úrslitakeppnina á sínum tíma þar.
Það var því fyrir bestu að semja um starfslok og er Rooney nú atvinnulaus á nýjan leik.
DC United vann sinn síðasta leik í MLS-deildinni í nótt gegn New York City og var það í síðasta sinn sem Rooney stýrir liðinu.
Samtals náði Rooney í 40 stig úr 34 leikjum sem er ekki nógu ásættanlegur árangur.