Steven Gerrard, Karim Benzema og Riyad Mahrez eru sakaðir um að taka þátt í íþróttahvítþvotti með því að dásama Sádí Arabíu.
Ástæðan fyrir færslum þeirra er það að Sádí Arabía hefur staðfest tilboð sitt til að halda Heimsmeistaramótið 2034.
Sádarnir hafa verið að dæla peningum inn í fótboltann og vilja nú fá stærsta svið fótboltans til sín.
Sádarnir eru sakaðir um að hylma yfir mannréttindabrot í landinu með fótboltann og nú eru Gerrard og fleiri sakaðir um að taka þátt í því.
Gerrard er þjálfari í landinu en Mahrez og Benzema komu báðir til landsins í sumar til að spila þar og fá miklu meira borgað en áður.
Gerrard var rekinn frá Aston Villa á síðustu leiktíð og ákvað að skella sér til Sádí til að hafa það gott.