Nú verður hægt að horfa á frönsku úrvalsdeildina í beinni útsendingu hér á Íslandi.
Leikirnir verða aðgengilegir í gegnum svokallaðan Game Pass eins og þekkist víða.
Íþróttalýsandinn geðþekki Hörður Magnússon mun lýsa fyrsta leiknum á sunnudag en þá tekur Lens á móti Lille í slagnum um Norðrið.
Hákon Arnar Haraldsson er á mála hjá Lille en það er einmitt stefnan að öllum leikjum liðsins verði lýst á íslensku, sem og fleiri leikjum.