fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Sigurjón baunar á KR vegna þess hvernig staðið er að brotthvarfi Rúnars og þjóðþekktir einstaklingar taka undir – „Það er enginn mannsbragur af því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. október 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður gagnrýnir KR fyrir hvernig félagið stóð að því að tilkynna að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðsins, fengi ekki nýjan samning. Margir taka undir með honum.

Það varð ljóst fyrir helgi að samningur Rúnars, sem rennur út eftir yfirstandandi tímabil, yrði ekki framlengdur. Rúnar er algjör goðsögn hjá KR og hefur verið þjálfari síðan 2017. Hann þjálfaði liðið einnig 2010-2014.

„Má vera að Rúnari þætti nóg komið, í bili. Að hann og formaðurinn væru sammála. Að þeir hefðu þá sent frá sér sameiginlega ákvörðun. Eftir Íslandsmótið. Klára það fyrst. Enginn þjálfari, alla vega á seinni árum, hefur unnið jafn marga titla og sigra og Rúnar hefur gert. Rúnar hefur verið félagi sínu til mikils sóma. Orðvar, greindur, kurteis auk annarra mannkosta,“ segir Sigurjón meðal annars í færslu á Facebook.

Margir þekktir einstaklingar taka undir með Sigurjóni. Þar á meðal eru Valtýr Björn Valtýsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamenn.

Færsla Sigurjóns
Svona gera menn ekki.

Formaður knattspyrnudeildar KR segist hafa hringt í Rúnar Kristinsson og sagt honum að KR vildi ekki hafa Rúnar lengur sem þjálfara. Svona gera menn ekki. Bara alls ekki.
Hafi formaðurinn ekki kjark til að setjast niður með Rúnari og tala við hann. Ekki hringja. Það er enginn mannsbragur af því.

Má vera að Rúnari þætti nóg komið, í bili. Að hann og formaðurinn væru sammála. Að þeir hefðu þá sent frá sér sameiginlega ákvörðun. Eftir Íslandsmótið. Klára það fyrst.
Enginn þjálfari, alla vega á seinni árum, hefur unnið jafn marga titla og sigra og Rúnar hefur gert. Rúnar hefur verið félagi sínu til mikils sóma. Orðvar, greindur, kurteis auk annarra mannkosta.

Vonandi endar þetta vel. KR vegna. Formaður knattspyrnudeildar hefur með framgöngu sinni sett á sig mikla pressu. Það verður hans að gera betur. Ráða betri þjálfara en Rúnar er. Okkur þyrstir í að heyra hlið Rúnars á þessu erfiða máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning