fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Mjög skiptar skoðanir á athyglisverðum ummælum Óskars í gær – „Ég næ því ekki hvernig hann fór þangað að segja þetta á þessum tímapunkti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. október 2023 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir leik liðsins gegn KR í Bestu deild karla hafa farið misvel í menn. Þar sagði Óskar að það hafi alltaf verið draumur sinn að stýra KR.

Það varð ljóst fyrir helgi að Rúnar Kristinsson verður ekki áfram með KR og félagið því í leit að nýjum manni í brúnna. Óskar er uppalinn KR-ingur.

„Ég er KR-ingur og bjó fyrstu 23 ár ævi minnar í blokkunum hérna við völlinn. Auðvitað hefur alltaf verið draumur minn að stýra KR en hvenær og hvort það gerist. Núna eru menn að kveðja frábæran þjálfara og ég sé á eftir honum sem KR-ingur en mér finnst ótímabært að tala um það samningsbundinn Breiðabliki en ég er KR-ingur og vill þessu félagi allt það besta,“ sagði Óskar við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Þetta eru ansi áhugaverð ummæli fyrir þjálfara sem var að tapa leik á móti þessu liði. Mér finnst þetta svolítið undarleg ummæli,“ sagði Jóhann Már Helgason í Dr. Football.

„Sem Bliki gerði þetta mann svolítið pirraðan, að vera nýbúnir að kasta leiknum frá okkur og svo fær maður þessi ummæli í smettið. Mér finnst þetta mjög spes og ég næ því ekki hvernig hann fór þangað, að segja þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Málið var einnig tekið fyrir í Þungavigtinni.

„Þetta eru athyglisverð ummæli eftir að hafa tapað 4-3. Er Óskar Hrafn í raunini ekki bara hættur í huganum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason.

Kristján Óli Sigurðsson telur að verið sé að gera of mikið úr ummælunum.

„Hvaða liði á Íslandi öðru en KR ætti Óskar að taka við? Hann er uppalinn í KR og spilaði fyrir félagið. Hvaða annað lið ætti hann að dreyma um að þjálfa? Þarna er verið að búa til úlfalda úr mýflugu.“

Óskar hefur undnafarið verið orðaður frá Breiðabliki en það verður áhugavert að sjá hvað verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera